Skólavörðustígur í dag!

Í dag ætlum við að ganga niður Skólavörðustíg undir leiðsögn Harðar Gíslasonar kl. 17.00 og enda á Kaffi Sólon um kl. 18.00. Frábært veður og góður dagur fyrir miðbæjarrölt. Sjáumst við styttu Leifs Eiríkssonar kl. 17.00.

Ganga niður Skólavörðustíginn 9. apríl

Miðvikudaginn 9. apríl verður ekki hefðbundinn jafningjastuðningsfundur heldur ætlum við að breyta út af vananum og ganga niður Skólavörðustíginn undir leiðsögn Harðar Gíslasonar. Gengið verður frá styttu Leifs Eiríkssonar, sem stendur fyrir framan Hallgrímskirkju, kl 17.00 en ferðin endar á…

Laugardagsfundur 5. apríl

Næsti laugardagsfundur verður þann 5. apríl 2014 kl. 11.00 í kaffistofunni á 1. hæð í Hátúni 10b. Gestir fundarins verða tveir að þessu sinni, Guðrún K. Hafsteinsdóttir, iðjuþjálfi hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Katrín Klara Þorleifsdóttir, hjúkrunarfræðingur sem starfar hjá Eirbergi.…

Ný stjórn Parkinsonsamtakanna

Aðalfundur Parkinsonsamtakanna var haldinn síðastliðinn laugardag. Á fundinum var kosið um þrjá nýja stjórnarmenn í aðalstjórn samtakanna. Snorri Már Snorrason var kosinn formaður, Jón Þórir Leifsson og Svanhildur Ósk Garðarsdóttir voru kosin ný í stjórn en Alda Sveinsdóttir og Guðjón…

Tai chi eða talþjálfun

Miðvikudaginn 26. mars verður jafningjastuðningsfundur kl. 17 í kaffistofunni á 1. hæð í Hátúni 10b. Við stefnum á að hafa kynningu á Tai chi æfingum sem eiga að vera sérstaklega góðar fyrir fólk með Parkinsonsjúkdóminn. Tai chi kennarinn gæti reyndar…

iPad í starfi og frístundum

TMF tölvumiðstöð býður upp á nýtt námskeið „iPad í starfi og frístundum“. Á námskeiðinu verður farið í helstu möguleika iPad og ýmsar gagnlegar stillingar skoðaðar. Skoðuð verða nokkur öpp sem nýtast vel í starfi s.s. textavinnslu, glærugerð og skipulagningu. Farið…

Aðalfundur Parkinsonsamtakanna

Aðalfundur Parkinsonsamtakanna á Íslandi verður haldinn 29. mars 2014 kl. 13:00 í Hátúni 10, 9. hæð. Dagskrá aðalfundar: Kosning fundarstjóra og fundarritara. Skýrsla stjórnar um starf samtakanna á liðnu ári. Endurskoðaðir reikningar samtakanna lagðir fram til afgreiðslu Fjárhagsáætlun fyrir næsta…

What Is Life Worth?

Á síðasta laugardagsfundi var sýnd stuttmyndin “What Is Live Worth” sem Evrópusamtökin EPDA (European Parkinson’s Disease Association) gerðu árið 2012. Þessi mynd sýnir hversu mikilvægt það er að Parkinsonsjúklingar fái rétta meðferð jafnvel þó svo að kostnaðurinn við þær sé…